Skjástillingar
Til að stilla birtustig skjásins
1
Á heimaskjánum pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á
Stillingar > Skjár > Skjábirta.
3
Afmerktu gátreitinn
Aðlagast birtuskilyrðum ef merkt er við hann.
4
Dragðu sleðann til að stilla birtustigið.
Lækkun birtustigs eykur afköst rafhlöðunnar.
38
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.
Skjárinn stilltur svo hann titri við snertingu
1
Á heimaskjánum pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á
Stillingar > Hljóð.
3
Merktu við gátreitinn
Titra við snertingu. Nú titrar skjárinn þegar þú pikkar á
valtakka og viss forrit.
Til að stilla biðtímann áður en slokknar á skjánum
1
Á Heimaskjár pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á
Stillingar > Skjár > Orkusparnaður.
3
Veldu valkost.
Til að slökkva á skjánum á skjótan hátt ýtirðu í stutta stund á rofann .
Snjallstýring baklýsingar
Snjallstýring baklýsingar heldur skjánum virkum á meðan þú heldur á tækinu. Þegar þú
leggur tækið frá þér slokknar á skjánum í samræmi við svefnstillingar þínar.
Kveikt á snjallstýringu baklýsingar
1
Á heimaskjánum pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á
Stillingar > Skjár > Snjallstýring baklýsingar.
3
Dragðu rennitakkann við hliðina á
Snjallstýring baklýsingar til hægri.