Sony Xperia E4g Dual - Staðsetningarþjónusta notuð

background image

Staðsetningarþjónusta notuð

Staðsetningarþjónusta leyfir forritum eins og kortum og myndavél að nota upplýsingar frá

Wi-Fi® netkerfum jafnt og GPS (Global Positioning System) upplýsingum til að ákveða

staðsetningu þína. Ef þú ert ekki innan beinna tengingu af GPS gervihnöttum getur tækið

þitt ákveðið staðsetningu þína með því að nota Wi-Fi® valkostinn.
Til þess að nota tækið þitt til að finna hvar þú ert þarftu að kveikja á

staðsetningarþjónustunni.

Staðsetningarþjónusta virkjuð

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Staðsetning.

3

Dragðu sleðann við hliðina á

Staðsetning til hægri.

4

Pikkaðu á

Samþykkja til að staðfesta.

Google-forritum veittur aðgangur að staðsetningu

1

Gakktu úr skugga um að þú sért skráð(ur) inn á Google™ reikninginn þinn í

tækinu.

2

Á Heimaskjár pikkarðu á .

3

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Google > Staðsetning.

4

Dragðu rennitakkann við hliðina á

Staðsetning til hægri.

5

Pikkaðu á

Samþykkja til að staðfesta.

GPS-nákvæmni aukin

Þegar þú notar GPS í fyrsta sinn í tækinu getur það tekið 5 til 10 mínútur að finna

staðsetningu þína. Til að auðvelda leitina skaltu gæta þess að vera í beinni augsýn við

himininn. Stattu kyrr og ekki hylja GPS-loftnetið (auðmerkt svæði á myndinni). GPS-merki

berst í gegnum ský og plast en öðru máli gegnir um flesta fasta hluti á borð við hús og

fjöll. Ef staðsetningin finnst ekki eftir nokkrar mínútur skaltu færa þig á annan stað.